Kaka ársins 2017

Kaka ársins 2017

Ár hvert halda bakarar keppni sín á milli um köku ársins og var þemað í ár skyr.

Davíð Arnórsson vann keppnina í ár með tertu sem samanstendur af möndlukókosbotn, hindberjahlaupi og skyrfrómas með lime.  Einstaklega bragðgóð terta sem verður án efa vinsæl eins og tertur undanfarinna ára. Verðið er 3750,-kr

 

Innihald:

Skyr (24%), rjómi, sykur, hindber (9%), egg, mjólkursúkkulaði (sykur, kakósmjör, nýmjólkurduft, kakómassi, ýruefni (E322 úr soja), bragðefni), eggjahvítur, límóna (3%), flórsykur, dökkt súkkulaði (flórsykur, pálmakjarnaolía, kakó, nýmjólkurduft, bindiefni (sólblómalesitín), bragðefni), kókosmjöl, möndlumjöl, matarlím, glúkósasíróp, vatn, hveiti (hveiti, mjölmeðhöndlunarefni (E300)), eggjahvítuduft.