Páskar 2018 – Páskaegg

Hvert ár fyrir páskana vel ég sérstaklega eina tegund af súkkulaði sem stendur upp úr í mínum huga. Dökka súkkulaðið í páskaeggjunum í ár er alveg sérstakt og unnið úr fyrsta flokks kakóbaunum frá Perú í suður Ameríku. Súkkulaðið er 70%, silkimjúkt með smá sýru og ávaxtakeim. Það lífrænt vottað, BIO og FAIRTRADE.

Njótið vel,

Kveðja,

 

 Chocolatier

Handgerð páskaegg frá Hafliða RagnarssyniHR og verk

Nú eru handgerðu páskaeggin hans Hafliða komin í sölu í  verslanir okkar. Í ár verða eggin unnin úr fimm gerðum af gæðasúkkulaði.

 • 70% dökkt súkkulaði – sérvaldar baunir frá Perú.
 • 32% Dulcey blond súkkulaði, flauelismjúkt með karamellukeim.
 • 38% Gæða mjólkursúkkulaði.
 • 30% hvítt gæða súkkulaði.

Stærðir af páskaeggjum

 • 70g páskaegg sem innihalda súkkulaðihúðaðan lakkrís og málshátt. Verð 1850,-kr
 • 180g páskaegg sem innihalda konfektmola, súkkulaðihúðaðan lakkrís, súkkulaðihúðaðan appelsínubörk, súkkulaðihúðaðar hnetur/möndlur og málshátt. Verð 4200-kr
 • 300g páskaegg sem innihalda konfekt, súkkulaðihúðaðan appelsínubörk, súkkulaðihúðaðar hnetur/möndlur og málshátt. Verð 7500,-krpaskaegg3
 • 500g páskaegg sem innihalda konfetk, súkkulaðihúðaðan appelsínubörk, súkkulaðihúðaðar hnetur/möndlur og málshátt. Verð 10500,-kr

Súkkulaðiíkorninn

er 200g og  fylltur með súkkulaðihúðuðum lakkrís.   Verð 3500,-kr. Hann verður hægt að fá í tveim gerðum af súkkulaði;

  • 70% dökkt súkkulaði – sérvaldar baunir.
  • 36% karamellusúkkulaði.

Súkkulaðibangsi

er 160g og fylltur með súkkulaðihúðuðum lakkrís. Verð 3250,-kr.  Hann verður hægt að fá í tveim gerðum af súkkulaði:

 • 70% dökkt súkkulaði – sérvaldar baunir.
 • 36% karamellusúkkulaði.

 Sérpantanir og óskir

 • Páskaegg úr hvítu súkkulaði verða framleidd eftir pöntunum og verður hægt að leggja inn pöntun til mánudagsins 26. apríl
 • Eins er algengt að panta egg með sérstökum skilaboðum eða gjöfum inn í egginu. Þessar pantanir þufa að berast fyrir föstudaginn 23. mars.
  https://www.youtube.com/watch?v=f0iip9Qcakw

 Gleðilega páska