Bolludagur 2021

BOLLA BOLLA 2021

Bolludagurinn í ár er mánudaginn 15. febrúar og verðum við þá með fullt af gómsætum rjómabollum. Í ár ætlum við að bjóða uppá 5 gerðir af gerdeigsbollum og 6 gerðir af vatnsdeigsbollum.

Fyrstu bollurnar koma helgina 6. og 7. febrúar og kynnum við þá fyrst til leiks VEGAN bolluna. Og þessar klassísku, vatnsdeigsbollur með rjóma og sultu ásamt vatnsdeigsbollur með nutella.

Næst koma bollur fimmtudaginn 11. febrúar og verða það tvær gerðir að vatnsdeigsbollum, rjóma og nutella og tvær gerðir af gerbollum rjóma og puns ásamt VEGAN bollu.

Á föstudeginum bætist svo við ein gerð af vatnsdeigsbollum, með baileysrjóma og ein gerð af gerbollum með  jarðaberjarjóma.

Allar gerðir verða svo í boði um helgina og á sjálfan bolludaginn.

  • Gerbollur og vatnsdeigsbollur með sultu og rjóma 530,-kr
  • VEGAN bolla 530,-kr
  • Allar bragðbollur 550,-kr

 

  • Ef keyptar eru 10- 20 bollur er 5% afsláttur
  • Ef keyptar eru 21 – 80 er 10% afsláttur.
  • Ef keyptar eru 81 og fleir er 15% afsláttur.

 

  • 5 gerðir af gerdeigsbollum; rjóma, punsrjóma, jarðarberjarjóma og karamellurjóma. Ásamt vegan bollu.
  • 6 gerðir af vatnsdeigsbollum; rjóma, punsrjóma, jarðarberjarjóma, karamellurjóma, baileysrjóma, og nutella.