Brauð

Brauð ársins 2023! Við erum stolt að segja frá því að Gunnar Jökull bakaranemi hjá Mosfellsbakaríi vann brauð ársins 2023. Brauð ársins er kamút súrdeigsbrauð og er einstaklega ljúffengt og gott. Brauðið  er komið í sölu í búðunum okkar:)

Hjá Mosfellsbakaríi starfa bakarar sem hafa tileinkað sér fagleg vinnubrögð og leggja þeir mikla áherslu á að nota góð hráefni til að laða fram það góða bragð sem af brauðinu er. Notaðar eru aldagamlar aðferðir, í bland við nýjar, til að gefa hverju brauði sinn karakter.

 

Gunnar sigraði keppnina um brauð ársins 2023

Súrdeigsbrauðin okkar hafa notið mikilla vinsælda og bjóðum við nú upp á eftirfarindi tegundir:

  • Brauð ársins – til sölu alla daga nema
  • Graskerssúrdeigsbrauð – til sölu alla daga nema mánudaga
  • Sólkjarnasúrdeigsbrauð – til sölu alla daga nema mánudaga og þriðjudaga
  • Munkabrauð – til sölu alla daga
  • Á föstudögum erum við alltaf með brauð dagsins þar sem bakarar fara á flug og purfa allskonar skemmtilegar samsetningar. Það eina sem brauðin eiga sameiginlegt er að þau eru alltaf súrdeigsbrauð.