Brúðartertur

Við tökum að okkur að gera brúðartertu fyrir brúðhjón allt árið um kring, en sumrin eru þó háanna tími svo það borgar sig að vera tímanlega að staðfesta pöntun þar sem bakarameistarar okkar taka bara ákveðið magn hverja helgi til að geta gefið sér þann tíma sem þarf í að gera terturnar sem fallegastar. Almennt verð á brúðartertum er 1.100,-kr á mann

  • Fullbókaðar helgar, er sem hér segir:
  • (þetta á einungis við um brúðartertur)
  • 6. júlí – 27. ágúst 2018

Hvernig er best að bera sig að?

Við bjóðum brúðhjónum að koma til okkar í brúðartertusmakk gegn vægu gjaldi sem gengur upp í tertukaupin ef af verður. Hægt er að panta brúðartertusmakk hér.

Það sem þarf að ganga frá sem allra fyrst er að taka frá daginn og ákveða hvaða brúðartertustand á að bóka. Þegar búið er að greiða staðfestingargjald, 20.000,-kr, er dagurinn og standurinn festur.  Næsta skref er að ganga frá bragði, útliti, stærð og fleira en nóg er að vera búin að því þrem vikum fyrir brúðkaupið.

Allar nánari upplýsingar veita bakarameistarar okkar, en hægt er að senda þeim póst á mosbak@mosbak.is

Bókaðu þig í tertusmökkun hjá okkur við fyrsta tækifæri.