Skírnartertur

Skírnarkoddar hafa verið vinsælir hjá okkur en þeir eru hjúpaðir með hvítum sykurmassa og skreyttir með handgerðum marsipanrósum, barni úr hvítu súkkulaði sem liggur á maganum á marsipanteppi og kögri sem er á hornum á koddanum. Velja þarf lit á rósir, teppi og kögur. Litir sem hægt er að velja um eru rauður, blár, bleikur, grænn, gulur, fjólublár, appelsínugulur og beige. Stærðir eru 12, 16, 20, 25, 30 og 40 manna.

Einnig er hægt að fá kringlótta tertu í stærðum 12, 16, 20 og 25 manna skreytta með hvítum sykurmassa, handgerðurm marsipanrósum, barni úr hvítu súkkulaði sem liggur á maganum á marsipanteppi. Ef óskað er eftir stærri tertu er hún ferhyrnd og stærðirnar eru 30, 40, 50 og 60 manna.

Hægt er að láta skrifa á terturnar, en hafa þarf í huga stærð tertunnar þegar hann er valin. Við mælum með á tetur sem eru á bilinu 12 -25 manna, fari bara skírnarnafn barnsins, en á stærri terturnar er hægt að koma fyrir lengri texta.

Fyllingar sem hægt er að velja um í skírnarkodda og skírnartertur:

  • með baileys fromage, peru, súkkulaðikremi, marengs og sólbejasultu.
  • með baileys fromage, banana, súkkulaðikremi, marengs og sólberjasultu.
  • með nougat fromage, perum, súkkulaðikremi, marengs og sólberjasultu.
  • með nougat fromage, banana, súkkulaðikremi, marengs og sólberjasultu.
  • með jarðarberjafomage, vanillukremi, jarðarberjum, marengs, súkkulaðikremi og jarðarberjasultu.
  • með hindberjafromage, vanillukremi, hindberjum, marengs, súkkulaðikremi og hindberjasultu.
  • með súkkulaði fromage, hindberjum og aprikósusultu (hægt að fá súkkulaðimousse í kringlótt og ferhyrndar tertur).
  • með súkkulaði fromage, perum og aprikósusultu (hægt að fá súkkulaðimousse í kringlótt og ferhyrndar tertur).
  • með sherry fromage, makkarónum, súkkulaðikremi, marengs, blandaðir ávextir og sólberjasultu.
 • með karamellu og krókant fromage, marengs, súkkulaiðkremi, blandaðir ávextir og sólberjasultu.

Skírnartertur þarf að panta fyrir kl 12:00 á miðvikudögum fyrir helgar. Tekið er á móti pöntunum á virkum dögum í síma 5666145 frá 9:00 – 16:00. Einnig er hægt að senda pöntun og fyrirspurnir á mosbak@mosbak.is og verður svar eða staðfesting send eftir 9:00 næsta virka dag.

  • Þessir dagar eru fullbókaðir hjá okkur eða að fyllast:

Stærð  Verð
Skírnarkoddi 12 manna   12.090
Skírnarkoddi 16 manna   15.950
Skírnarkoddi 20 manna   19.690
Skírnarkoddi 25 manna   24.420
Skírnarkoddi 30 manna   29.040
Skírnarkoddi 35 manna   33.515
Skírnarkoddi 40 manna   37.880