Brúðartertusmökkun

Þú getur bókað þig í tertusmökkun hjá okkur fyrir brúðkaupið hér. Þú finnur tíma sem hentar til að hitta bakarann, en tertusmakkanir fara alltaf fram í bakaríinu í Mosfellsbæ. Einnig er hægt að fá tertusmakk án þess að hitta á bakara en þá þarf að velja um hvort smakkið er sótt í Mosfellsbæ, Háholti 13-15 eða Rvk., Háaleitisbraut 58-60.

Tertusmakkið kostar 2.600,-kr og gengur upp í kaupin á brúðartertunni ef af verður. Við kaup á tertusmakkinu er gerð staðgreiðslunóta sem þarf að framvísa þegar gengið er frá endanlegri greiðslu.

Í smakkinu eru 4 tegundir:

  • Baileysfromage með perum og súkkulaðikremi
  • Súkkulaðimousse m/hindberjum
  • Hindberjamousse m/vanillukremi
  • Þriggja laga amerísk súkkulaðiterta

Nauðsynlegt er að panta brúðartertusmakk með góðum fyrirvara eða að lágmarki með þriggja virka daga fyrirvara.

  • Fullbókaðar helgar, er sem hér segir:
  • (þetta á einungis við um brúðartertur)
  • 6. júlí – 27. ágúst 2018
Á aðeins við ef hitta á bakara í Mosfellsbæ
Vinsamlegast skráið hér hvaða mánaðardag skráð er í smökkun