Veislutertur

Bjóðum gott úrval af veislutertum í nokkrum stærðum og gerðum. Panta þarf allar sérgerðar tertur með þriggja daga fyrirvara, og á miðvikudögum fyrir hádegi, fyrir helgar. Hægt er að panta tertur á netinu hér eða í síma 5666145 á milli 9:00 og 16:00 virka daga.

 

Þessir dagar eru fullbókaðir hjá okkur eða að fyllast:

  • 4. – 7. apríl er að fyllast

Marsipanterta: hægt er að velja um nokkrar gerðir af bragðtegundum (sjá nánar hér að neðan í dæmi um fyllingar). Tertan er hjúpuð með marsipani og skreytt með handgerðum marsipanrósum. Hægt er að velja lit á rósirnar og láta skrifa á kökuna með súkkulaði (innifalið í verði), en passa verður að hafa textan ekki of langan á minni terturnar. Marsipanið sem tertan er hjúpuð með er ljóst að lit en ef óskað er eftir alveg hvítri tertu er hægt að fá hana hjúpaða með sykurmassa. Stærðir eru 12, 16, 20, 25, 30, 40, 50 og 60 manna.

Rjómaterta: hægt er að velja um nokkrar gerðir af bragðtegundum (sjá nánar hér að neðan í dæmi um fyllingar). Tertan er skreytt með rjóma og súkkulaðiskrauti. Hægt er að láta skrifa á þær (innifalið í verði) en passa verður að hafa textan ekki of langan á minni terturnar. Stærðir eru 12, 16, 20, 25, 30, 40, 50 og 60 manna.

Gelterta: hægt er að velja um nokkrar gerðir af bragðtegundum (sjá nánar hér að neðan í dæmi um fyllingar). Tertan er skreytt með karamellugeli, jarðaberjageli eða súkkulaðigeli, berjum og súkkulaðiskrauti. Hægt er að láta skrifa á þær (innifalið í verði) en passa verður að hafa textan ekki of langan á minni terturnar. Stærðir eru 12, 16, 20, 25, 30, 40, 50 og 60 manna.

Amerísk súkkulaðiterta: er þriggja botna súkkulaðiterta með súkkulaðikremi á milli og ofaná. Þær eru skreyttar með súkkulaðiskrauti og berjum. Hægt er að láta skrifa á þær (innifalið í verði) en passa verður að hafa textan ekki of langan á minni terturnar. Stærðir eru 12, 16, 20, 25, 30, 40, 50 og 60 manna.

Frönsk súkkulaðiterta: er eins botna kaka með miklu súkkulaði í botninum. Hún er skreytt með  súkkulaði ganache, súkkulaðiskrauti og berjum. Hana er hægt að fá 12, 16 og 20 manna.

Dæmi um fyllingar í tertur:

  • með baileys fromage, peru, súkkulaðikremi, marengs og sólbejasultu.
  • með baileys fromage, banana, súkkulaðikremi, marengs og sólberjasultu.
  • með nougat fromage, perum, súkkulaðikremi, marengs og sólberjasultu.
  • með nougat fromage, banana, súkkulaðikremi, marengs og sólberjasultu.
  • með jarðarberjafomage, vanillukremi, jarðarberjum, marengs, súkkulaðikremi og jarðarberjasultu.
  • með hindberjafromage, vanillukremi, hindberjum, marengs, súkkulaðikremi og hindberjasultu.
  • með súkkulaði mousse, hindberjum og aprikósusultu.
  • með súkkulaði mousse, perum og aprikósusultu.
  • með sherry fromage, makkarónum, súkkulaðikremi, marengs, blönduðum ávöxtum og sólberjasultu.
 • með karamellu og krókant fromage, marengs, súkkulaiðkremi, blönduðum ávöxtum og sólberjasultu
 • Það er hægt að hjúpa geltertur og súkkulaðitertur með súkkulaði ganache.
 • Ekki er hægt að ábyrgjast tertur vegna hnetu ofnæmis, því hér er unnið með hnetur.
Stærð  Verð Stærð  Verð
Marsipanterta 12 manna   11.965 Rjóma terta 12 manna   11.965
Marsipanterta 16 manna   15.700 Rjóma terta 16 manna   15.700
Marsipanterta 20 manna   19.325 Rjóma terta 20 manna   19.325
Marsipanterta 25 manna   23.920 Rjóma terta 25 manna   23.920
Marsipanterta 30 manna   28.405 Rjóma terta 30 manna   28.405
Marsipanterta 40 manna   37.010 Rjóma terta 40 manna   37.010
Marsipanterta 50 manna   45.240 Rjóma terta 50 manna   45.240
Marsipanterta 60 manna   53.325 Rjóma terta 60 manna   53.325
Stærð  Verð Stærð  Verð
Gelterta 12 manna   11.465 Ganache hjúpuð 12 manna   11.965
Gelterta 16 manna   14.955 Ganache hjúpuð 16 manna   15.700
Gelterta 20 manna   18.565 Ganache hjúpuð 20 manna   19.325
Gelterta 25 manna   22.925 Ganache hjúpuð 25 manna   23.920
Gelterta 30 manna   27.165 Ganache hjúpuð 30 manna   28.405
Gelterta 40 manna   35.520 Ganache hjúpuð 40 manna   37.000
Gelterta 50 manna   43.365 Ganache hjúpuð 50 manna   45.240
Gelterta 60 manna   50.710 Ganache hjúpuð 60 manna   53.325
Stærð  Verð Stærð  Verð
Súkkulaðiterta Amerísk 12 manna     9.320 Súkkulaðiterta (frönsk) 12 manna   10.345
Súkkulaðiterta Amerísk 16 manna   12.595 Súkkulaðiterta (frönsk) 16 manna   13.340
Súkkulaðiterta   Amerísk 20 manna   15.350 Súkkulaðiterta (frönsk) 20 manna   16.080
Súkkulaðiterta   Amerísk 25 manna   19.185
Súkkulaðiterta   Amerísk 30 manna   22.755
Súkkulaðiterta   Amerísk 40 manna   30.035
Súkkulaðiterta   Amerísk 50 manna   37.010
Súkkulaðiterta   Amerísk 60 manna   43.750