Jólin 2024

Undirbúningur jólanna er hafinn hjá okkur í Mosfellsbakaríi. Við erum byrjuð að baka smákökur, en eigum líka til smákökudeig fyrir þá sem vilja baka sjálfir. Við erum með 10 tegundir af smákökum: piparkökur, engiferkökur, kókosdrauma, hátíðarkökur, vanilluhringi, vanilludraum, súkkulaðibitakökur,  gyðingakökur, hálfmána og salthnetukossa. Eins erum við með sörur og fjórar gerðir af lagkökum; jólalagkaka,  síróps-engiferterta, lagkaka og hnoðterta. 

Laufabrauðið okkar seljum við bæði steikt og ósteikt. Við verðum með fín- og rúgmjölslaufabrauð sem við seljum 20 saman í pk af ósteiktu og 10 í pakka af steiktu.

Piparkökuhúsin til að setja saman og skreyta eru 30 cm að hæð og 20 cm að breidd. Erum líka með 4 gerðir af stórum piparkökum til að skreyta, karlar, kerlingar, hjörtu og jólatré. Þær eru með gati til að hengja upp.

Jólabrauðið bökum við daglega í desember, í því er meðal annars blandaðir ávextir, heslihnetur, kanill og appelsínuessens.

Konfekt er ómissandi um jólin og höfum við gott úrval af því, bæði til að setja í gjafakörfur og til að gefa eitt og sér. Sjá nánar hér.