Kaka ársins 2019

Kaka ársins 2019 kemur í verslanir okkar 20 febrúar.

Ár hvert halda bakarar keppni sín á milli um köku ársins og var þemað í ár möndlumassi og appelsínutröffle.

Sigurður Már Guðjónsson vann keppnina í ár með tertu sem samanstendur af browniesbotn, möndlumassabotn, skyrmousse og appelsínukremmiðju. Létt og falleg terta sem verður án efa vinsæl eins og terturnar undanfarin ár. Kakan dugar fyrir 6-8 manns og verðið er 4.600,-kr

Innihald: Sykur, skyr (undanrenna, hleypir, skyrgerlar), rjómi, egg, smjör (rjómi, salt), vatn, dökkt súkkulaði (kakómassi, sykur, kakósmjör, ýruefni (sojalesitín), vanillubragðefni), mjólk, flórsykur, hveiti, eggjahvítur, appelsínusafi, möndlumassi (apríkósukjarnar, sykur, vatn, glúkósasíróp, maíssterkja, eggjahvítuduft, rotvarnarefni (E202), þráavarnarefni (E330)), glúkósi, hvítt súkkulaði (sykur, nýmjólkurduft, kakósmjör, ýruefni (sojalesitín), vanillubragðefni), möndlumjöl, mjólk, púðursykur, eggjarauður, heslihnetur, appelsínubörkur, vanilla, appelsínutrufflur (sykur, mysuduft, heslihnetur, repjuolía, full hert pálmakjarnaolía, fituskert kakóduft, kakómassi, kakósmjör, ýruefni (E322), bragðefni, vanillubragðefni), gelatín, pistasíur, lyftiefni (E450, E500), litarefni (E160a), mjölmeðhöndlunarefni (E300).

Næringargildi í 100g:

Orka 1341 kj/320 kkal

Fita 18,7g – þar af mettuð 9,6g

Kolvetni 32g – þar af sykurtegundir

Trefjar 0,8g

Prótein 5,7g

Salt 0,3g